Eþíópísk yfirvöld þvertaka fyrir ásakanir Debretsion Gebremichael, fyrrverandi leiðtoga Tigray, og segja hersveitir hans hafa framið „hryllilega glæpi.“
Átök brutust út í nóvember eftir að hersveitir Gebremichaels tóku herstöðvar eþíópískra yfirvalda á sitt valda í Tigray-héraði. Í kjölfarið fyrirskipaði Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hernum að ráðast inn í héraðið og þann 28. nóvember náði stjórnarherinn Mekelle, höfuðborg héraðsins, á sitt vald.
Gebremichael flúði höfuðborgina ásamt hermönnum úr Frelsisher Tigray (e. Tigray People‘s Liberation Front), og hét því að berjast gegn því að eþíópísk yfirvöld héldu völdum í héraðinu.
Um tvær milljónir manna, eða þriðjungur íbúa héraðsins, hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna.