Síðasti séns fyrir Liverpool sem er að landa varnarmanni Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 08:01 Ben Davies til varnar í leik gegn Reading í ensku B-deildinni. Getty/Barrington Coombs Liverpool hefur náð samkomulagi um kaup á miðverði en þarf að klára kaupin í dag því nú er lokadagur félagaskiptagluggans sem opnast ekki aftur fyrr en í sumar. Enskir miðlar og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano greina frá því að Ben Davies muni skrifa undir samning hjá Liverpool í dag, að undangenginni læknisskoðun. Davies, sem á alnafna í Tottenham, er 25 ára gamall, örvfættur miðvörður Preston North End í ensku B-deildinni. Ben Davies to Liverpool from Preston, agreement reached and here we go in the coming hours!The deal will be completed today for 4m - medicals pending. More: #LFC have not contacted Juventus for Merih Demiral as of today. #DeadlineDay— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2021 Að sögn Romano kostar Davies jafnvirði um 3,5 milljóna punda, eða rúmlega 620 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt Sky Sports þarf Liverpool aðeins að greiða hálfa milljón punda við undirritun kaupsamningsins og gæti heildarupphæðin numið 1,1 milljón punda, auk þess sem Preston fái 20% af kaupverði verði Davies seldur frá Liverpool síðar. Davies á aðeins sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Preston og hefur því mátt ræða við önnur félög. Skosku meistararnir í Celtic töldu sig í forystusæti um að fá Davies frítt næsta sumar, samkvæmt Sky en voru tilbúnir að semja um kaupverð í þessum mánuði ef þess þyrfti. Nú er hins vegar allt útlit fyrir að Davies fari til Liverpool. Liverpool hefur átt í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna en þeir Virgil van Dijk og Joe Gomez urðu báðir fyrir alvarlegum meiðslum á leiktíðinni og óvíst hvenær þeir snúa aftur. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Enskir miðlar og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano greina frá því að Ben Davies muni skrifa undir samning hjá Liverpool í dag, að undangenginni læknisskoðun. Davies, sem á alnafna í Tottenham, er 25 ára gamall, örvfættur miðvörður Preston North End í ensku B-deildinni. Ben Davies to Liverpool from Preston, agreement reached and here we go in the coming hours!The deal will be completed today for 4m - medicals pending. More: #LFC have not contacted Juventus for Merih Demiral as of today. #DeadlineDay— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2021 Að sögn Romano kostar Davies jafnvirði um 3,5 milljóna punda, eða rúmlega 620 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt Sky Sports þarf Liverpool aðeins að greiða hálfa milljón punda við undirritun kaupsamningsins og gæti heildarupphæðin numið 1,1 milljón punda, auk þess sem Preston fái 20% af kaupverði verði Davies seldur frá Liverpool síðar. Davies á aðeins sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Preston og hefur því mátt ræða við önnur félög. Skosku meistararnir í Celtic töldu sig í forystusæti um að fá Davies frítt næsta sumar, samkvæmt Sky en voru tilbúnir að semja um kaupverð í þessum mánuði ef þess þyrfti. Nú er hins vegar allt útlit fyrir að Davies fari til Liverpool. Liverpool hefur átt í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna en þeir Virgil van Dijk og Joe Gomez urðu báðir fyrir alvarlegum meiðslum á leiktíðinni og óvíst hvenær þeir snúa aftur.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira