Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 11:30 Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar