Fylgdu burðardýri og næsta í keðjunni eftir en náðu ekki höfuðpaurum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 07:00 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem eldri maðurinn var gripinn með tvö kíló af kókaíni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á sextugsaldri bíða nú dóms í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins með farþegaflugi frá Barcelona. Mennirnir hafa áður hlotið dóm fyrir innflutning á kókaíni en þó eru liðin þrettán ár síðan. Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira