Ég tala dönsku í Danmörku Marta Eiríksdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Marta Eiríksdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun