Segist vera í besta starfi í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2021 23:31 Emma Hayes segist vera í besta starfi í heimi hjá kvennaliði Chelsea. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea í knattspyrnu, segist vera í besta starfi í heimi og hafi því engan áhuga á að taka við Wimbledon sem leikur í ensku C-deildinni, karla megin. Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira