Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 20:47 Michele Ballarin. Vísir/Baldur Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. Þetta kemur fram í umfjöllun Kveiks í kvöld þar sem rætt var við Ballarin. Fjallað var um það í september á síðasta árið að hún hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Tilboði sem samsvaraði sömu upphæð var hafnað af stjórn félagsins. Vísir greindi frá því eftir hlutafjárútboðið á síðasta ári að Ballarin liti svo á að það hefði verið vonbrigði að „drífa ekki alla leið“, en almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson sagði hana hafa mikinn áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi. Í umfjöllun Kveiks staðfesti Ballarin að tilboðinu hefði verið hafnað og taldi hún að stjórnendur Icelandair hafi óttast að hún gæti farið fram á breytingar á stjórnendahópnum. Henni hafi verið bent á að stefna Icelandair vegna tilboðsins en sjálf hafi hún ekki viljað fara inn í félagið með þeim hætti. Ballarin er hvað þekktust fyrir að hafa keypt eignir úr þrotabúi WOW air á sínum tíma, en hún sagðist stefna á að koma aftur á millilandaflugi á vegum félagsins. Hún segir þau áform enn standa og hefur hún hugmyndir um að sameina Icelandair og WOW í eitt alþjóðlegt flugnet. Í janúar síðastliðnum var USAerospace Associates LLC, félag í eigu Ballarin, dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Þeir höfðu tekið að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air, en höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Fréttir af flugi Markaðir Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Kveiks í kvöld þar sem rætt var við Ballarin. Fjallað var um það í september á síðasta árið að hún hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Tilboði sem samsvaraði sömu upphæð var hafnað af stjórn félagsins. Vísir greindi frá því eftir hlutafjárútboðið á síðasta ári að Ballarin liti svo á að það hefði verið vonbrigði að „drífa ekki alla leið“, en almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson sagði hana hafa mikinn áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi. Í umfjöllun Kveiks staðfesti Ballarin að tilboðinu hefði verið hafnað og taldi hún að stjórnendur Icelandair hafi óttast að hún gæti farið fram á breytingar á stjórnendahópnum. Henni hafi verið bent á að stefna Icelandair vegna tilboðsins en sjálf hafi hún ekki viljað fara inn í félagið með þeim hætti. Ballarin er hvað þekktust fyrir að hafa keypt eignir úr þrotabúi WOW air á sínum tíma, en hún sagðist stefna á að koma aftur á millilandaflugi á vegum félagsins. Hún segir þau áform enn standa og hefur hún hugmyndir um að sameina Icelandair og WOW í eitt alþjóðlegt flugnet. Í janúar síðastliðnum var USAerospace Associates LLC, félag í eigu Ballarin, dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Þeir höfðu tekið að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air, en höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna.
Fréttir af flugi Markaðir Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13
Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35