Trump ætlar ekki að bera vitni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2021 22:49 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. Jamie Raskin, þingmaður Demókrataflokksins sendi fyrrverandi forsetanum bréf með boði um að bera vitni í réttarhöldunum. Í bréfinu segir að Trump hafi hafnað þeim ásökunum sem settar voru fram í ákærunni, þrátt fyrir „augljós og yfirgnæfandi“ sönnunargögn sem væru fyrir hendi. Í ljósi andmæla hans væri honum boðið að bera vitni við réttarhöldin. Nokkrum klukkustundum eftir að bréfið var sent sagði Jason Miller, ráðgjafi Trump að forsetinn fyrrverandi muni ekki bera vitni. Lögmenn Trump líktu beiðninni Raskin við „markaðsbrellu“. Trump er ekki skyldugur til að bera vitni um ákæruliðinn. Það kom þó fram í beiðninni að ef hann hafni boðinu sé hægt að nota þá ákvörðun forsetanum fyrrverandi í óhag. „Ef þú hafnar þessu boði áskiljum við okkur allan rétt, meðal annars þann rétt að neitun þín styðji við ályktanir varðandi athafnir þínar (og athafnaleysi) sem eru þér í óhag.“ Í beiðni Raskin kemur fram skýr vilji demókrata um að leggja fram mál á hendur forsetanum þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið Hvíta húsið. 🚨HOUSE MANAGERS ASK TRUMP TO TESTIFY 🚨 pic.twitter.com/uj6k2iVtuY— Mike DeBonis (@mikedebonis) February 4, 2021 Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Snúa ákærurnar einna helst að því að hvetja til uppreisnar og hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Jamie Raskin, þingmaður Demókrataflokksins sendi fyrrverandi forsetanum bréf með boði um að bera vitni í réttarhöldunum. Í bréfinu segir að Trump hafi hafnað þeim ásökunum sem settar voru fram í ákærunni, þrátt fyrir „augljós og yfirgnæfandi“ sönnunargögn sem væru fyrir hendi. Í ljósi andmæla hans væri honum boðið að bera vitni við réttarhöldin. Nokkrum klukkustundum eftir að bréfið var sent sagði Jason Miller, ráðgjafi Trump að forsetinn fyrrverandi muni ekki bera vitni. Lögmenn Trump líktu beiðninni Raskin við „markaðsbrellu“. Trump er ekki skyldugur til að bera vitni um ákæruliðinn. Það kom þó fram í beiðninni að ef hann hafni boðinu sé hægt að nota þá ákvörðun forsetanum fyrrverandi í óhag. „Ef þú hafnar þessu boði áskiljum við okkur allan rétt, meðal annars þann rétt að neitun þín styðji við ályktanir varðandi athafnir þínar (og athafnaleysi) sem eru þér í óhag.“ Í beiðni Raskin kemur fram skýr vilji demókrata um að leggja fram mál á hendur forsetanum þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið Hvíta húsið. 🚨HOUSE MANAGERS ASK TRUMP TO TESTIFY 🚨 pic.twitter.com/uj6k2iVtuY— Mike DeBonis (@mikedebonis) February 4, 2021 Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Snúa ákærurnar einna helst að því að hvetja til uppreisnar og hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira