Ótengda Ísland Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 09:01 Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ísland er í kjöraðstöðu til þess að verða fyrirmynd í netöryggi og þjóðaröryggismálum almennt. Það hvernig við söfnum og notum gögn um borgarana og byggjum upp innviði verður að vera gert á sanngjarnan hátt, með öryggi og réttindi einstaklingsins að leiðarljósi. Vannýtt tækifæri Árið 2020 kenndi okkur ótal hluti er varða aðgengis- og öryggismál í upplýsingatækni. Þegar skilin á milli heimilis og vinnustaðar verða eins óljós og við upplifðum síðastliðna árið er auðvelt brjóta niður þá varnarveggi sem við getum sett upp í vinnunni en ekki heima við. Við höfum á ófyrirséðan hátt tekist á við og leyst þær áskoranir sem við stóðum frammi fyrir með, að því er virðist, endalausri viðveru á fjarfundum. Nám, vinna, tómstundir - og allt annað í okkar lífi hefur farið fram í tölvunni! Á sama tíma og þetta er áskorun fyrir þau sem vinna að öryggi okkar allra á netinu, þá er þetta einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur sem samfélag til að byggja upp stafrænar lausnir til framtíðar. Við eigum nú tækifæri á því að stækka þann hóp sem getur sótt bæði vinnu og þjónustu hvar svo sem hún er veitt og þar með frelsi til að búa hvar sem er á landinu og njóta beggja þessara kosta. Til þess að byggja upp stafræna innviði þurfum við raunverulegar aðgerðir og fjármagn til þess að gera þær að veruleika. Við getum ekki lengur hlustað á það innantóma hjóm sem háleitar stefnur án fjármagns eru. Við þurfum stefnu til framtíðar, fyrir allt landið og á forsendum allra íbúa þessarar eyju. Ábyrgð í eftirfylgni Hringrás gagna innan stjórnsýslunnar, ferlar og aðgengi, vistun og eyðing þeirra eru allt mikilvægir innviðir þegar við sem borgarar auðkennum okkur á rafrænan hátt. Með nýjum persónuverndarlögum (2018) komumst við skrefi nær því að tryggja stafræn réttindi okkar, en eins og með flest í stjórnsýslunni er ekki nóg að samþykkja frumvörp til laga, ef um er að ræða fjársveltan málaflokk. Mig langar að sjá framúrskarandi stefnu í upplýsingatækni, sem er fylgt eftir með fjármagni og eftirliti sem tryggir að alþjóðleg og íslensk fyrirtæki brjóti ekki á m.a. réttinum til friðhelgi einkalífs með söfnun gagna og mig langar að sjá stjórnsýsluna ganga fremst í þeirri baráttu. Stafrænar samgöngur og innviðir Við þurfum að stíga skref inn í nútímann og átta okkur á því að öryggi á vegum landsins, val um starf og búsetu og sterkir stafrænir innviðir haldast hönd í hönd. Við þurfum á heildrænni og djarfri stefnu að halda fyrir uppbyggingu samgangna sem tengja allt landið saman fyrir íbúa þess. Stefnu sem tryggir að ungt fólk geti sest aftur að í heimabyggð eftir nám erlendis eða í höfuðborginni. Stefnu sem veitir okku frelsi til búsetu,aðgengi að internetinu til starfs, náms, skemmtunar og gleði og frelsi til ferðalags á veganeti sem er treystandi. En til þess þarf gríðarlega fjárfestingu, fjárfestingu sem við mælum ekki einungis í krónum heldur í lífsgæðum, í aðgengi, í þjóðarsálinni. Hér getum við ekki beðið lengur, við getum ekki samþykkt stefnu án fjármagns eða sett á svið enn eina Hungurleikana þar sem kjördæmi landsins slást um sömu aurana til þess að bæta lífshættulegar aðstæður á vegum landsins , fjármagn sem er varla upp í nös á ketti. Sú ríkisstjórn sem er við völd á Íslandi í dag hefur sett fram fallegar stefnur, allar af vilja gerðar til að bæta ýmis mál- það verður ekki af þeim tekið. En stefna sem ekki fylgir fjármagn er innantómt hjóm sem er virkilega erfitt að horfa upp á. Þessari ríksstjórn, sem frá upphafi hefur átt í erfiðleikum með að ná saman, hefur ekki tekist að fylgja eftir sínum eigin stjórnarsáttmála, hvað þá að koma góðum stefnum í framkvæmd. Eitt hefur þessari ríkisstjórn þó tekist vel og það er að hafa sameinast um orðræðu sem gerir þeim sjálfum hátt undir höfði. Þegar betur er að gáð sést að ekki er mikið að marka þessa orðræðu. Ríkisstjórninni hefur tekist að tvöfalda vinnuna við hvert frumvarp með því að kjósa ,,nei” við góðum tillögum stjórnarandstöðunnar og svo endurflytja sama frumvarp með örfáum breytingum til þess að gera góða stefnu að sinni. Hér er verið að eyða dýrmætum tíma í, satt best að segja,algjöran óþarfa. Það að láta afsérhagsmunum og því að slá sjálf sig til riddara með því að eigna sér góðar stefnur og í stað þess samþykkja góðar tillögur, sama hvaðan þær koma, og þannig hlúa að almannahagsmunum myndi veita okkur nauðsynlegt forskot til þess að koma í sameiningu löggjöf í gengum stjórnsýsluna á tímum heimsfaraldurs, loftlagsváar og ólgandi fasisma um allan heim. Sterkar og góðar stefnur, uppbyggilegt samtal og samvinna er það sem þörf er á. Landið er nú þegar ekki að fara eftir þeim stefnum sem eru til staðar og tími er komin til að í sameiningu uppfæra *OG* innleiða þá þætti sem skipta okkur máli. Höfundur er mögulega bugaður en með von um betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Fjarskipti Netöryggi Skoðun: Kosningar 2021 Oktavía Hrund Jónsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ísland er í kjöraðstöðu til þess að verða fyrirmynd í netöryggi og þjóðaröryggismálum almennt. Það hvernig við söfnum og notum gögn um borgarana og byggjum upp innviði verður að vera gert á sanngjarnan hátt, með öryggi og réttindi einstaklingsins að leiðarljósi. Vannýtt tækifæri Árið 2020 kenndi okkur ótal hluti er varða aðgengis- og öryggismál í upplýsingatækni. Þegar skilin á milli heimilis og vinnustaðar verða eins óljós og við upplifðum síðastliðna árið er auðvelt brjóta niður þá varnarveggi sem við getum sett upp í vinnunni en ekki heima við. Við höfum á ófyrirséðan hátt tekist á við og leyst þær áskoranir sem við stóðum frammi fyrir með, að því er virðist, endalausri viðveru á fjarfundum. Nám, vinna, tómstundir - og allt annað í okkar lífi hefur farið fram í tölvunni! Á sama tíma og þetta er áskorun fyrir þau sem vinna að öryggi okkar allra á netinu, þá er þetta einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur sem samfélag til að byggja upp stafrænar lausnir til framtíðar. Við eigum nú tækifæri á því að stækka þann hóp sem getur sótt bæði vinnu og þjónustu hvar svo sem hún er veitt og þar með frelsi til að búa hvar sem er á landinu og njóta beggja þessara kosta. Til þess að byggja upp stafræna innviði þurfum við raunverulegar aðgerðir og fjármagn til þess að gera þær að veruleika. Við getum ekki lengur hlustað á það innantóma hjóm sem háleitar stefnur án fjármagns eru. Við þurfum stefnu til framtíðar, fyrir allt landið og á forsendum allra íbúa þessarar eyju. Ábyrgð í eftirfylgni Hringrás gagna innan stjórnsýslunnar, ferlar og aðgengi, vistun og eyðing þeirra eru allt mikilvægir innviðir þegar við sem borgarar auðkennum okkur á rafrænan hátt. Með nýjum persónuverndarlögum (2018) komumst við skrefi nær því að tryggja stafræn réttindi okkar, en eins og með flest í stjórnsýslunni er ekki nóg að samþykkja frumvörp til laga, ef um er að ræða fjársveltan málaflokk. Mig langar að sjá framúrskarandi stefnu í upplýsingatækni, sem er fylgt eftir með fjármagni og eftirliti sem tryggir að alþjóðleg og íslensk fyrirtæki brjóti ekki á m.a. réttinum til friðhelgi einkalífs með söfnun gagna og mig langar að sjá stjórnsýsluna ganga fremst í þeirri baráttu. Stafrænar samgöngur og innviðir Við þurfum að stíga skref inn í nútímann og átta okkur á því að öryggi á vegum landsins, val um starf og búsetu og sterkir stafrænir innviðir haldast hönd í hönd. Við þurfum á heildrænni og djarfri stefnu að halda fyrir uppbyggingu samgangna sem tengja allt landið saman fyrir íbúa þess. Stefnu sem tryggir að ungt fólk geti sest aftur að í heimabyggð eftir nám erlendis eða í höfuðborginni. Stefnu sem veitir okku frelsi til búsetu,aðgengi að internetinu til starfs, náms, skemmtunar og gleði og frelsi til ferðalags á veganeti sem er treystandi. En til þess þarf gríðarlega fjárfestingu, fjárfestingu sem við mælum ekki einungis í krónum heldur í lífsgæðum, í aðgengi, í þjóðarsálinni. Hér getum við ekki beðið lengur, við getum ekki samþykkt stefnu án fjármagns eða sett á svið enn eina Hungurleikana þar sem kjördæmi landsins slást um sömu aurana til þess að bæta lífshættulegar aðstæður á vegum landsins , fjármagn sem er varla upp í nös á ketti. Sú ríkisstjórn sem er við völd á Íslandi í dag hefur sett fram fallegar stefnur, allar af vilja gerðar til að bæta ýmis mál- það verður ekki af þeim tekið. En stefna sem ekki fylgir fjármagn er innantómt hjóm sem er virkilega erfitt að horfa upp á. Þessari ríksstjórn, sem frá upphafi hefur átt í erfiðleikum með að ná saman, hefur ekki tekist að fylgja eftir sínum eigin stjórnarsáttmála, hvað þá að koma góðum stefnum í framkvæmd. Eitt hefur þessari ríkisstjórn þó tekist vel og það er að hafa sameinast um orðræðu sem gerir þeim sjálfum hátt undir höfði. Þegar betur er að gáð sést að ekki er mikið að marka þessa orðræðu. Ríkisstjórninni hefur tekist að tvöfalda vinnuna við hvert frumvarp með því að kjósa ,,nei” við góðum tillögum stjórnarandstöðunnar og svo endurflytja sama frumvarp með örfáum breytingum til þess að gera góða stefnu að sinni. Hér er verið að eyða dýrmætum tíma í, satt best að segja,algjöran óþarfa. Það að láta afsérhagsmunum og því að slá sjálf sig til riddara með því að eigna sér góðar stefnur og í stað þess samþykkja góðar tillögur, sama hvaðan þær koma, og þannig hlúa að almannahagsmunum myndi veita okkur nauðsynlegt forskot til þess að koma í sameiningu löggjöf í gengum stjórnsýsluna á tímum heimsfaraldurs, loftlagsváar og ólgandi fasisma um allan heim. Sterkar og góðar stefnur, uppbyggilegt samtal og samvinna er það sem þörf er á. Landið er nú þegar ekki að fara eftir þeim stefnum sem eru til staðar og tími er komin til að í sameiningu uppfæra *OG* innleiða þá þætti sem skipta okkur máli. Höfundur er mögulega bugaður en með von um betri framtíð.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun