Áttu rétt? Indriði Stefánsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Dómsmál Indriði Stefánsson Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun