Jóhann Berg tryggði Burnley stig og níu menn Newcastle héldu út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 17:00 Jóhann Berg þandi netmöskvana í dag. Clive Brunskill/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark Burnley í 1-1 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Newcastle United 3-2 sigur á Southampton. 458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Sjá meira
458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Sjá meira