Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 18:09 Donald Trump, hvatti stuðningsmenn sína til að leggja leið sína að þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn og „berjast“ fyrir framtíð Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. Þetta kemur fram í greinagerð lögmanna Trumps vegna réttarhaldanna sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar saka lögmennirnir Demókrata einnig um að varpa fram „fáránlegum“ ásökunum og um að reyna að þagga í pólitískum andstæðingi þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Lögmenn Trumps segja í greinargerð þeirra að forsetinn þáverandi hafi eingöngu verið að nýta stjórnarskrárbundin rétt sinn til málfrelsis þegar hann ítrekað sagði kosningasvindl hafa kostað sig sigur og sömuleiðis þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir utan Hvíta húsið þann 6. janúar. Þeir segja einnig að í ræðu sinni hafi Trump hvatt fólk til friðsamra mótmæla og því geti hann ekki borið ábyrgð á árásinni. Lögmennirnir segja sömuleiðis að öldungadeildin verði að hafna þessum „pólitísku“ réttarhöldum og segja að „hungur Demókrata í pólitískt sjónarspil ógni lýðveldinu, lýðræðinu og þeim réttindum“ sem Bandaríkjamönnum þyki svo vænt um. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar að það fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Í greinargerð þeirra sem fara með málið fyrir hönd fulltrúadeildarinnar, sem birt var í síðustu viku, saka þeir Trump um að hafa „miðað hlaðinni fallbyssu“ á þingið og þá sem þar starfa, með ítrekuðum staðhæfingum um að kosningunum sem hann tapaði í nóvember hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Sjónir þeirra beinast einnig að ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að fara til þinghússins. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Samkvæmt frétt Washington Post liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig réttarhöldin munu fara fram og eiga þeir Charles E. Schumer og Mitch McConnell, leiðtogar beggja flokka í öldungadeildinni, enn í viðræðum um það. Útlit sé þó fyrir að réttarhöldin muni taka um viku, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Báðir flokkar vilji klára réttarhöldin fljótt. Demókratar vilji einbeita sér að neyðarpakka Joe Bidens, forseta, vegna faraldurs Covid-19 og Repúblikanar vilji koma í veg fyrir frekari deilur inna flokksins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. 4. febrúar 2021 23:28 Trump ætlar ekki að bera vitni Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2021 22:49 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Þetta kemur fram í greinagerð lögmanna Trumps vegna réttarhaldanna sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar saka lögmennirnir Demókrata einnig um að varpa fram „fáránlegum“ ásökunum og um að reyna að þagga í pólitískum andstæðingi þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Lögmenn Trumps segja í greinargerð þeirra að forsetinn þáverandi hafi eingöngu verið að nýta stjórnarskrárbundin rétt sinn til málfrelsis þegar hann ítrekað sagði kosningasvindl hafa kostað sig sigur og sömuleiðis þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir utan Hvíta húsið þann 6. janúar. Þeir segja einnig að í ræðu sinni hafi Trump hvatt fólk til friðsamra mótmæla og því geti hann ekki borið ábyrgð á árásinni. Lögmennirnir segja sömuleiðis að öldungadeildin verði að hafna þessum „pólitísku“ réttarhöldum og segja að „hungur Demókrata í pólitískt sjónarspil ógni lýðveldinu, lýðræðinu og þeim réttindum“ sem Bandaríkjamönnum þyki svo vænt um. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar að það fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Í greinargerð þeirra sem fara með málið fyrir hönd fulltrúadeildarinnar, sem birt var í síðustu viku, saka þeir Trump um að hafa „miðað hlaðinni fallbyssu“ á þingið og þá sem þar starfa, með ítrekuðum staðhæfingum um að kosningunum sem hann tapaði í nóvember hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Sjónir þeirra beinast einnig að ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að fara til þinghússins. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Samkvæmt frétt Washington Post liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig réttarhöldin munu fara fram og eiga þeir Charles E. Schumer og Mitch McConnell, leiðtogar beggja flokka í öldungadeildinni, enn í viðræðum um það. Útlit sé þó fyrir að réttarhöldin muni taka um viku, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Báðir flokkar vilji klára réttarhöldin fljótt. Demókratar vilji einbeita sér að neyðarpakka Joe Bidens, forseta, vegna faraldurs Covid-19 og Repúblikanar vilji koma í veg fyrir frekari deilur inna flokksins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. 4. febrúar 2021 23:28 Trump ætlar ekki að bera vitni Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2021 22:49 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54
Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11
Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. 4. febrúar 2021 23:28
Trump ætlar ekki að bera vitni Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2021 22:49
Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20