Með fullt hús fjár Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:31 Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar