Liverpool hefur grætt oftar en tapað á markaðnum síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:00 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp með leikmönnunum Roberto Firmino, Diogo Jota, Fabinho og Andrew Robertson. Getty/Laurence Griffiths Liverpool hefur ekki eytt miklu í nýja leikmenn síðustu misseri miðað við nágranna þeirra frá Manchester borg og þetta sést vel í fróðlegri úttekt CIES Football Observatory. Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira