Dagur íslenska táknmálsins! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Táknmál Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun