Þorpsbúar telja líklegt að Sadpara hafi freistað þess að bjarga félögum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 13:23 John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum. Íbúar í þorpinu hans Ali Sadpara, sem nú er leitað á K2 ásamt John Snorra Sigurjónssyni og Juan Pablo Mohr, telja líklegast að annar félaga hans hafi slasast og Sadpara freistað þess að bjarga hópnum í stað þess að halda áfram niður fjallið. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um Sadpara, sem er Pakistani. Þar segir að sérfræðingar séu á einu máli um að hættan sé mest á niðurleið, þar sem eitt feilspor getur sent menn niður í djúpið dimma. Þeir sem þekkja Sadpara draga hins vegar í efa að hann myndi gera slík mistök og telja líklegra að eitthvað hafi hent samferðamenn hans. BBC hefur eftir þorpsbúum að oftar en einu sinni hafi geitur sem Sadpara var að sinna meiðst og hann borið þær niður fjallið í stað þess að aflífa þær, eins og venja er. Þrátt fyrir að meira en vika sé liðin frá því að síðast heyrðist til félaganna bíður fólk enn eftir kraftaverki. „Það var í síðasta skipti sem ég sá þá“ Sajid Sadpara, sonur Ali, segir hins vegar litlar líkur á því að mennirnir séu enn á lífi. Í samtali við BBC segir hann frá því hvernig 25 til 30 lögðu af stað á fjallið en að allir hefðu snúið við áður en komið var í 8.000 metra hæð. Þá greinir hann frá síðustu samskiptum sínum við föður sinn. „Ég kallaði að kúturinn væri lekur. Hann sagði: „Ekki hafa áhyggjur, haltu áfram að klifra, þér mun líða betur.“ En ég hafði ekki styrk til þess og ákvað að snúa við. Það var um hádegi á föstudeginum. Það var í síðasta skipti sem ég sá þá.“ Spurður að því hvers vegna faðir hans ákvað að halda áfram svarar Sajid: „Nepalarnir höfðu gert þetta viku áður og hann vildi gera það líka, því K2 er fjallið okkar.“ Vildi skjóta Nepölunum ref fyrir rass Nepalarnir sem um ræðir voru þeir fyrstu sem náðu á topp K2 að vetrarlagi. Sajid segir allar líkur á að faðir hans, John Snorri og Juan Pablo Mohr hafi náð toppnum en BBC spyr að því hvers vegna hann var ákveðinn í því að gera það án súrefnis. Ein kenning gengur út á að Sadpara hafi gert það þar sem hann var samningsbundinn til að fylgja John Snorra en BBC hefur eftir blaðamanninum Nisar Abbas, sem einnig er vinur Sadpara, að það sé vitleysa. Sadpara hafi hreinlega viljað feta í fótspor Nepalana og gott betur. „Hann hafði líkamsbyggingu og ávana íþróttamanns og var líka góður námsmaður. Hann féll aldrei í neinu fagi. Þar sem eldri bróður hans gekk ekki vel í skóla var faðir hans áhugasamur um að hann fengi góða menntun og það var þess vegna sem hann flutti hann til Skardu,“ segir Abbas. Annar vinur, Hamid Hussain, minnist Sadpara einnig með hlýju. „Hann var hugrakkur, þægilegur og afar vinalegur.“ Umfjöllun BBC. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um Sadpara, sem er Pakistani. Þar segir að sérfræðingar séu á einu máli um að hættan sé mest á niðurleið, þar sem eitt feilspor getur sent menn niður í djúpið dimma. Þeir sem þekkja Sadpara draga hins vegar í efa að hann myndi gera slík mistök og telja líklegra að eitthvað hafi hent samferðamenn hans. BBC hefur eftir þorpsbúum að oftar en einu sinni hafi geitur sem Sadpara var að sinna meiðst og hann borið þær niður fjallið í stað þess að aflífa þær, eins og venja er. Þrátt fyrir að meira en vika sé liðin frá því að síðast heyrðist til félaganna bíður fólk enn eftir kraftaverki. „Það var í síðasta skipti sem ég sá þá“ Sajid Sadpara, sonur Ali, segir hins vegar litlar líkur á því að mennirnir séu enn á lífi. Í samtali við BBC segir hann frá því hvernig 25 til 30 lögðu af stað á fjallið en að allir hefðu snúið við áður en komið var í 8.000 metra hæð. Þá greinir hann frá síðustu samskiptum sínum við föður sinn. „Ég kallaði að kúturinn væri lekur. Hann sagði: „Ekki hafa áhyggjur, haltu áfram að klifra, þér mun líða betur.“ En ég hafði ekki styrk til þess og ákvað að snúa við. Það var um hádegi á föstudeginum. Það var í síðasta skipti sem ég sá þá.“ Spurður að því hvers vegna faðir hans ákvað að halda áfram svarar Sajid: „Nepalarnir höfðu gert þetta viku áður og hann vildi gera það líka, því K2 er fjallið okkar.“ Vildi skjóta Nepölunum ref fyrir rass Nepalarnir sem um ræðir voru þeir fyrstu sem náðu á topp K2 að vetrarlagi. Sajid segir allar líkur á að faðir hans, John Snorri og Juan Pablo Mohr hafi náð toppnum en BBC spyr að því hvers vegna hann var ákveðinn í því að gera það án súrefnis. Ein kenning gengur út á að Sadpara hafi gert það þar sem hann var samningsbundinn til að fylgja John Snorra en BBC hefur eftir blaðamanninum Nisar Abbas, sem einnig er vinur Sadpara, að það sé vitleysa. Sadpara hafi hreinlega viljað feta í fótspor Nepalana og gott betur. „Hann hafði líkamsbyggingu og ávana íþróttamanns og var líka góður námsmaður. Hann féll aldrei í neinu fagi. Þar sem eldri bróður hans gekk ekki vel í skóla var faðir hans áhugasamur um að hann fengi góða menntun og það var þess vegna sem hann flutti hann til Skardu,“ segir Abbas. Annar vinur, Hamid Hussain, minnist Sadpara einnig með hlýju. „Hann var hugrakkur, þægilegur og afar vinalegur.“ Umfjöllun BBC.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48