Brasilíska ofurstjarnan Neymar lék ekki með PSG í dag vegna meiðsla en það var Julian Draxler sem kom PSG í forystu eftir 22.mínútna leik.
Rony Lopes jafnaði metin fyrir Nice í upphafi síðari hálfleiks en það var lánsmaður frá Everton sem tryggði PSG sigur þar sem Moise Kean skoraði sigurmark leiksins á 77.mínútu.
PSG hefur nú jafnmörg stig og Lille en er með mun betri markatölu. Lille hins vegar á leik til góða og getur komið sér aftur á toppinn þegar liðið mætir Brest á morgun.