Sportið í dag: Valsmenn þurfa á hópefli að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 13:00 Það þarf meiri gleði og stemmningu inn í Valsliðið ef Hlíðarendapiltar ætla sér að gera eitthvað í vetur. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir víðan völl í síðasta hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag á Vísi en meðal annars ræddu þeir um vandræði Valsmanna í handboltanum. Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira