Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2021 18:26 Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54
Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57
Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57