Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 11:52 Frá gistiskýli Reykjavíkurborgar við Lindargötu. Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“ Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“
Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira