Sigurvegari keppninnar var Garðar Sveinn Tranberg, bakarameistari hjá Bakarameistaranum og er kaka Garðars Góu hraunkaka með karamellumús og ferskju- og ástaraldinfrómas.
Landsamband bakarameistara heldur keppnina árlega í samstarfi við styrktaraðila. Í fyrra var sá Nói Siríus og gerð krafa um að Nóa tromp yrði í kökunni. Þá varð kaka Sigurðar Alfreðs Ingvarssonar í bakaríi Jóa Fel valin sú besta.
Í tilkynningu segir að sala á kökunni hefjist í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land í dag í tilefni konudagsins sem er á sunnudaginn. Kaka ársins verður til sölu það sem eftir er ársins.