Skilningsleysi kapítalista á kapítalisma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2021 08:31 Gjarnan gleyma ötulir talsmenn kapítalismans að hugsa kapítalískt fyrir aðra en sjálfa sig. Það á sérstaklega við þegar að stéttarfélög og láglaunastéttir eru gerðar ábyrgar fyrir hagkvæmni og efnahagslegum stöðuleika, sem er algengt á Íslandi. Í nýlegri grein Viðskiptaráðs Íslands er fjallað um mikilvægi þess að lágmarka óvissu á vinnumarkaðnum auk tengsla launakostnaðar og framleiðni. Ég ætla ekki að deila á heildar inntak greinarinnar en ætla að deila á innihald eftirfarandi málsgreina. „Vegna stærðar hins miðstýrða íslenska vinnumarkaðar verður hann óhjákvæmilega þriðji armur hagstjórnarinnar og ber þannig mikla ábyrgð á að stuðla að þessum verð- og efnahagsstöðugleika. Draga má þessa ábyrgð oft og tíðum í efa. Nýjasta dæmið er algjört viljaleysi ASÍ til að breyta kjarasamningum á síðasta ári þó að efnahagslegar forsendur þeirra væru bersýnilega fyrir bí vegna kreppunnar.“ „Líkt og 2+2=4 eru það algild sannindi að launakostnaður og framleiðni verða að fylgjast að til lengri tíma ef atvinnustig, kaupmáttur og verðlag eiga ekki að bresta.“ Grundvöllur kapítalismans Hér gleymist grundvöllur kaptítalismans: Hver einstaklingur er fyrir sig sjálfan. Hann hámarkar eigið notagildi og lífshamingju eftir bestu getu. Það á líka við um láglaunamenn. Skoðum það nánar. Á opnum markaði þar sem viðskipti eru frjáls mun hver launamaður reyna að fá sem hæst laun, sér í lagi þeim sem munar um hverja krónu. Láglaunamaður hefur einn og sér ekki mikið samningsafl, honum er bent á að það sé auðvelt að skipta honum út. Með því að mynda stéttarfélag getur láglaunamaðurinn hinsvegar aukið samningsgetu sína verulega og krafist hærri launa. Á engum punkti í þessu ferli færist ábyrgð samfélagsins á herðar láglaunamannsins. Það er ekki hans frekar en einhvers sem semur um laun í krafti sérfræði kunnáttu að axla hana einn. Ef við samþykkjum þá fullyrðingu að launakostnaður verði að fylgja framleiðni er ekki endalaust svigrúm fyrir launahækkanir. Það er hinsvegar ekki spurningin. Það er ákveðin kaka sem samanstendur af fjármunum sem er til skiptanna. Það er ekki náttúrulögmál hvernig henni er skipt. Það er hinsvegar eitt af lögmálum kapítalismans að sterk samningsstaða tryggir þér stærri sneið af kökunni. Svo að núverandi köku, án aukinnar framleiðni, má skipta upp á nýtt með það fyrir augum að hækka laun stéttarfélagsmeðlimanna, gefið að þeir hafi samningsgetuna til þess og sjá sér hagsmuni í því. Eigendur fyrirtækja geta svo svarað á þrjá vegu, allt eftir því hvað þeir sjá sér mestan hag í: Sagt nei og séð hver gefur sig fyrst. Lækkað laun annarra starfsmanna. Lækkað ávöxtunarkröfu sína af eigin fé. Launahækkanir rúmast innan kerfisins Hér má sjá að launahækkanir handa ákveðnum hóp kalla ekki sjálfkrafa á aukna framleiðni eða allt fari á annan endann. Ef við trúum á kapítalískt kerfi og opna markaði þá er ekki hægt að kvarta og kveina þegar að aðrir leika eftir leikreglunum. Það er eðlilegt að stéttarfélögin vinni að hagsmunum félagsmanna sinna í slíku kerfi og það helst oft í hendur við að fara fram á hærri laun. Það er ekki þeirra að bera ábyrgð á því að fyrirtækjaeigendur fái X% hagnað eða að fólk með Y menntun verði að fá hærri laun. Það kemur þeim bara við að því leitinu til að stéttarfélagið sé ekki að semja sig inn í aðstöðu þar sem það er farið að vinna gegn hagsmunum félagsmanna sinna. Ég er ekki að segja að allar niðurstöður leiði til jafn hagfræðilega skilvirkrar niðurstöðu eða séu ekki slæmar á einn eða annan veg, né er framangreint tæmandi upptalning á mögulegum aðgerðum eða niðurstöðum. Hver réttu svörin eru fer alltaf eftir hvað maður er að hámarka. Ég er einfaldlega að benda á að það er lágmark að virða það að allir sitji við sama borð í leiknum og spili eftir sömu leikreglum. Það þýðir ekki að vera talsmaður kapítalisma þegar það hentar vel og ekki þegar það hentar illa. En það má vitanlega nefna að í kapítalísku kerfi getur það verið mjög sterk leikflétta að höfða til tilfinninga mótherjans og ætla honum ábyrgð sem maður myndi sjálfur ekki gangast við í hans sporum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Gjarnan gleyma ötulir talsmenn kapítalismans að hugsa kapítalískt fyrir aðra en sjálfa sig. Það á sérstaklega við þegar að stéttarfélög og láglaunastéttir eru gerðar ábyrgar fyrir hagkvæmni og efnahagslegum stöðuleika, sem er algengt á Íslandi. Í nýlegri grein Viðskiptaráðs Íslands er fjallað um mikilvægi þess að lágmarka óvissu á vinnumarkaðnum auk tengsla launakostnaðar og framleiðni. Ég ætla ekki að deila á heildar inntak greinarinnar en ætla að deila á innihald eftirfarandi málsgreina. „Vegna stærðar hins miðstýrða íslenska vinnumarkaðar verður hann óhjákvæmilega þriðji armur hagstjórnarinnar og ber þannig mikla ábyrgð á að stuðla að þessum verð- og efnahagsstöðugleika. Draga má þessa ábyrgð oft og tíðum í efa. Nýjasta dæmið er algjört viljaleysi ASÍ til að breyta kjarasamningum á síðasta ári þó að efnahagslegar forsendur þeirra væru bersýnilega fyrir bí vegna kreppunnar.“ „Líkt og 2+2=4 eru það algild sannindi að launakostnaður og framleiðni verða að fylgjast að til lengri tíma ef atvinnustig, kaupmáttur og verðlag eiga ekki að bresta.“ Grundvöllur kapítalismans Hér gleymist grundvöllur kaptítalismans: Hver einstaklingur er fyrir sig sjálfan. Hann hámarkar eigið notagildi og lífshamingju eftir bestu getu. Það á líka við um láglaunamenn. Skoðum það nánar. Á opnum markaði þar sem viðskipti eru frjáls mun hver launamaður reyna að fá sem hæst laun, sér í lagi þeim sem munar um hverja krónu. Láglaunamaður hefur einn og sér ekki mikið samningsafl, honum er bent á að það sé auðvelt að skipta honum út. Með því að mynda stéttarfélag getur láglaunamaðurinn hinsvegar aukið samningsgetu sína verulega og krafist hærri launa. Á engum punkti í þessu ferli færist ábyrgð samfélagsins á herðar láglaunamannsins. Það er ekki hans frekar en einhvers sem semur um laun í krafti sérfræði kunnáttu að axla hana einn. Ef við samþykkjum þá fullyrðingu að launakostnaður verði að fylgja framleiðni er ekki endalaust svigrúm fyrir launahækkanir. Það er hinsvegar ekki spurningin. Það er ákveðin kaka sem samanstendur af fjármunum sem er til skiptanna. Það er ekki náttúrulögmál hvernig henni er skipt. Það er hinsvegar eitt af lögmálum kapítalismans að sterk samningsstaða tryggir þér stærri sneið af kökunni. Svo að núverandi köku, án aukinnar framleiðni, má skipta upp á nýtt með það fyrir augum að hækka laun stéttarfélagsmeðlimanna, gefið að þeir hafi samningsgetuna til þess og sjá sér hagsmuni í því. Eigendur fyrirtækja geta svo svarað á þrjá vegu, allt eftir því hvað þeir sjá sér mestan hag í: Sagt nei og séð hver gefur sig fyrst. Lækkað laun annarra starfsmanna. Lækkað ávöxtunarkröfu sína af eigin fé. Launahækkanir rúmast innan kerfisins Hér má sjá að launahækkanir handa ákveðnum hóp kalla ekki sjálfkrafa á aukna framleiðni eða allt fari á annan endann. Ef við trúum á kapítalískt kerfi og opna markaði þá er ekki hægt að kvarta og kveina þegar að aðrir leika eftir leikreglunum. Það er eðlilegt að stéttarfélögin vinni að hagsmunum félagsmanna sinna í slíku kerfi og það helst oft í hendur við að fara fram á hærri laun. Það er ekki þeirra að bera ábyrgð á því að fyrirtækjaeigendur fái X% hagnað eða að fólk með Y menntun verði að fá hærri laun. Það kemur þeim bara við að því leitinu til að stéttarfélagið sé ekki að semja sig inn í aðstöðu þar sem það er farið að vinna gegn hagsmunum félagsmanna sinna. Ég er ekki að segja að allar niðurstöður leiði til jafn hagfræðilega skilvirkrar niðurstöðu eða séu ekki slæmar á einn eða annan veg, né er framangreint tæmandi upptalning á mögulegum aðgerðum eða niðurstöðum. Hver réttu svörin eru fer alltaf eftir hvað maður er að hámarka. Ég er einfaldlega að benda á að það er lágmark að virða það að allir sitji við sama borð í leiknum og spili eftir sömu leikreglum. Það þýðir ekki að vera talsmaður kapítalisma þegar það hentar vel og ekki þegar það hentar illa. En það má vitanlega nefna að í kapítalísku kerfi getur það verið mjög sterk leikflétta að höfða til tilfinninga mótherjans og ætla honum ábyrgð sem maður myndi sjálfur ekki gangast við í hans sporum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar