Í tilkynningu kemur fram að það sé gert í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi.
„Áður höfðu sjö þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, en þeir sem eru í haldi eru allir á fertugsaldri utan einn, sem er á fimmtugsaldri. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem handtekinn var fyrstur skömmu eftir morðið rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður farið fram á áframhaldandi varðhald yfir honum í dag.