Bitin í rassinn af birni Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 07:58 Þegar birti sáust bjarnarspor víða í kringum tjaldið og tveimur dögum seinna barst dýraeftirliti Alaska tilkynning um björn skammt frá staðnum þar sem Shannon taldi sig hafa verið bitna í rassinn. AP/Erik Stevens/Julia Heinz Kona sem var í útilegu í Alaska í síðustu viku særðist á rassi þegar hún gekk örna sinna í kamri í óbyggðum ríkisins og telur að björn, sem var búinn að koma sér fyrir í kamrinum, hafi bitið sig. Í samtali við AP fréttaveituna segir Shannon Stevens frá því að hún hafi verið í útilegu með bróður sínum og kærustu hans. Snemma að morgni 13. febrúar fór hún út á kamarinn, og um leið og hún settist niður segist hún hafa fundið eitthvað bíta sig í rassinn. Hún öskraði og bróður hennar Erik kom hlaupandi. Í fyrstu töldu þau að eitthvað lítið dýr, eins og íkorni eða minkur hefði bitið hana en þegar bróðir konunnar lyfti setu kamarsins horfði hann beint framan í björn. Þau hlupu því inn í tjaldið og hlúðu að sári Stevens, sem var ekki alvarlegt. Sjá einnig: Tvisvar bitinn í typpið af kónguló Þegar birti til og þau fóru út úr tjaldinu sáu þau bjarnaspor í kringum tjaldið en björninn var farinn. Þau telja að björninn hafi komist inn í kamarinn í gegnum gat aftan á honum. Dýralífssérfræðingurinn Carl Koch segir að líklega sé um svartbjörn að ræða. Hann vinnur hjá dýraeftirliti Alaska og segir að honum hafi borist önnur tilkynning um svartbjörn á svæðinu tveimur dögum seinna. Sjá einnig: Bitinn í typpið af snáki sem kom upp úr klósettinu Koch segir þar að auki að líklega hafi björninn ekki bitið Stevens í rassinn, heldur klórað hana. Hvort sem er, hafi hann aldrei heyrt annað eins. Eftir því sem hann best viti sé Stevens sú eina í heiminum sem hafi lent í þessu að vetri til. Þessi björn ætti að vera í dvala en Koch segir að mögulega hafi hann ekki geta byggt upp nógu mikla fitu til að halda sér í dvala allan veturinn. Bandaríkin Dýr Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Í samtali við AP fréttaveituna segir Shannon Stevens frá því að hún hafi verið í útilegu með bróður sínum og kærustu hans. Snemma að morgni 13. febrúar fór hún út á kamarinn, og um leið og hún settist niður segist hún hafa fundið eitthvað bíta sig í rassinn. Hún öskraði og bróður hennar Erik kom hlaupandi. Í fyrstu töldu þau að eitthvað lítið dýr, eins og íkorni eða minkur hefði bitið hana en þegar bróðir konunnar lyfti setu kamarsins horfði hann beint framan í björn. Þau hlupu því inn í tjaldið og hlúðu að sári Stevens, sem var ekki alvarlegt. Sjá einnig: Tvisvar bitinn í typpið af kónguló Þegar birti til og þau fóru út úr tjaldinu sáu þau bjarnaspor í kringum tjaldið en björninn var farinn. Þau telja að björninn hafi komist inn í kamarinn í gegnum gat aftan á honum. Dýralífssérfræðingurinn Carl Koch segir að líklega sé um svartbjörn að ræða. Hann vinnur hjá dýraeftirliti Alaska og segir að honum hafi borist önnur tilkynning um svartbjörn á svæðinu tveimur dögum seinna. Sjá einnig: Bitinn í typpið af snáki sem kom upp úr klósettinu Koch segir þar að auki að líklega hafi björninn ekki bitið Stevens í rassinn, heldur klórað hana. Hvort sem er, hafi hann aldrei heyrt annað eins. Eftir því sem hann best viti sé Stevens sú eina í heiminum sem hafi lent í þessu að vetri til. Þessi björn ætti að vera í dvala en Koch segir að mögulega hafi hann ekki geta byggt upp nógu mikla fitu til að halda sér í dvala allan veturinn.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira