Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt Ingimar Þór Friðriksson skrifar 21. febrúar 2021 18:02 Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun