Ábendingalína Barnaheilla kemur að gagni Þóra Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 12:31 Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Félagasamtök Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar