Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2021 07:40 Hin 31 árs Emma Coronel Aispuro var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Myndin er frá 2019. AP/Seth Wenig Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna. Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni. Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu. Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna. Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni. Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu. Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45