Ráðherra segir NEI Guðbrandur Einarsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar