Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni tjáði fréttastofu í gær að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir Íslendingnum sem nú er orðin raunin.
Gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum rann út í dag og var ekki farið fram á lengra varðhald yfir þeim. Þeir voru hins vegar úrskurðaðir í tveggja vikna farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars.
Margeir hefur upplýst um að lögregla telji sig vera með alla sem komu að málinu í haldi og sönnunargögn í málinu séu sterk. Lögregla hefur farið í húsleit á hátt í þrjátíu stöðum vegna málsins, en Margeir segir að þeim sé lokið í bili. Hann vill ekki upplýsa um hvað bendir til þess að hinn grunaði sé í haldi.
Lögregla segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.