Jóhann Gunnar valdi bestu hægri skyttur Fram á öldinni og valið á toppsætinu kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 14:31 Hvern ætli Jóhann Gunnar Einarsson hafi valið sem bestu hægri skyttu Fram á öldinni? stöð 2 sport Jóhann Gunnar Einarsson var með skemmtilegan topp fimm lista í Seinni bylgjunni á mánudaginn. Þar valdi hann fimm bestu hægri skyttur Fram á þessari öld. Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30