Fram

Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör
Fram og Haukar hefja spennandi einvígi sitt í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í dag.

Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið þurfi annan markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson bað um að fara frá félaginu eftir að vera ekki í byrjunarliðinu gegn ÍBV.

Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna
Nýliðar ÍBV og Aftureldingar fögnuðu sigri í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr báðum leikjum hér inn á Vísi.

Ósáttur Ólafur á förum
Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“
Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap.

Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí
FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna.

Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna
ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla.

„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“
Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði.

Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs
Fram tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild kvenna síðan árið 1988. Það var þó eina fagnaðarefni Fram í dag þar sem FH vann öruggan 2-0 sigur og nýliðarnir án stiga eftir tvær umferðir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Fram einum sigri frá úrslitum
Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.

Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum
Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum
Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor.

Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH
Fram hafði betur, 24-27, þegar liðið mætti FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplarika í kvöld.

Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni
Þróttur Reykjavík tók á móti nýliðum Fram í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta en þetta var fyrsti leikur kvennaliðs Fram í efstu deild frá árinu 1988. Fór það svo að Þróttur vann 3-1 sigur á nýluðunum. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla
Vestri, Víkingur og Fram fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar önnur umferðin fór af stað. Nú ná sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Það var glatt yfir Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir stórkostlegan 4-2 sigur Fram gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks nú í kvöld.

Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur
Fram átti ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik og sigraði Breiðablik 4-2 í annarri umferð Bestu deildar karla. Blikar tóku tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Framarar settu fjögur mörk á tæpum tíu mínútna kafla seint í seinni hálfleik og tryggðu sín fyrstu þrjú stig á tímabilinu.

Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit
Fram marði Hauka með þremur mörkum á Ásvöllum í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Leikurinn endaði 28-25 og er þetta annar sigur Fram í einvígi liðanna og þar af leiðandi er liðið komið í undanúrslit.

Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn.

Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram
Skagamenn fara vel af stað í Bestu-deild karla en liðið lagði Fram að velli með einu marki gegn engu í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Það var Rúnar Már Sigurjónsson sem gerði gæfumuninn fyrir Skagaliðið að þessu sinni.

FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri
FH og Fram fögnuðu sigri í kvöld þegar úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta fór af stað.

Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna
Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni.

Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin
Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi.

„Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er nokkuð bjartsýnn fyrir hönd Fram fyrir tímabilið. Hann segir að gengi liðsins velti að miklu leyti á því hvort helstu varnarmenn liðsins haldist heilir.

Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum
Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR
Fram vann öruggan og mikilvægan 25-22 útisigur gegn ÍR í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Fram hefur þar með tryggt sér annað sæti deildarinnar.

„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“
„Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.