Fram

Fréttamynd

Ó­sáttur Ólafur á förum

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“

Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. 

Handbolti
Fréttamynd

Fram og Þór Ak. á­fram í bikarnum

Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kraftanna óskað á öðrum víg­stöðvum

Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor.

Handbolti
Fréttamynd

Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna

Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum

Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“

„Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 

Handbolti