Fram

Fréttamynd

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum

Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“

„Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrir­heit fyrir Fram

Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 

Handbolti
Fréttamynd

„Betri ára yfir okkur“

„Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég er bara klökkur“

Rúnar Kárason var eitt sólskinsbros eftir sigur Framara á Stjörunni í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik. Hann sagði frábært að sjá góða niðurstöðu eftir mikla vinnu hjá félaginu.

Handbolti
Fréttamynd

„Litla höggið í sjálfs­traustið“

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Handbolti