Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:21 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Vísir/vilhelm Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2020 sem samþykktur var á stjórnarfundi félagsins í dag. Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2020 námu 5.413 milljónum króna sem er aukning um 478 milljónir króna frá sama tímabili árið 2019, samkvæmt tilkynningu. Þá jukust tekjur Sýnar um 4,9 prósent árið 2020 miðað við árið áður, líkt og áður segir. Heimsfaraldur kórónuveiru hafi þó haft talsvert áhrif á bæði reikitekjur og auglýsingatekjur félagsins. EBITDA ársins 2020 nam 5.739 m.kr. og hækkaði um 230 m.kr. miðað við árið 2019. EBITDA hlutfallið er 27,6% á árinu 2020 samanborið við 27,8% á árinu 2019. Tap á fjórða ársfjórðungi 2020 nam þremur milljónum króna samanborið við 2.132 milljón króna tap á sama tímabili 2019. Tap ársins 2020 nam 405 milljónum króna samanborið við 1.748 milljón króna tap árið 2019. „Virðisrýrnun að fjárhæð 2.452 m.kr. var færð í 4F 2019. Söluhagnaður að fjárhæð 872 m.kr. vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Hey er innifalinn í hreinum vaxtagjöldum árið 2019,“ segir í tilkynningu Sýnar. Undir Sýn heyra fjarskipti Vodafone og fjölmiðlar undir merkjum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/vilhelm Handbært fé frá rekstri á árinu 2020 nam 5.912 milljónum samanborið við 5.377 milljónir árið 2019, sem er aukning um 10%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,8% í lok ársins 2020. Sýn segir í tilkynningu að áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heimsfaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á reksturinn, sér í lagi reikitekjur og kostnað í erlendri mynt. Væntingar séu um að dragi úr neikvæðum áhrifum þegar líður á árið. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar í tilkynningu að árangur af nýrri stefnu félagsins hefði skilað hagnaði árið 2020, ef leiðrétt er fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þá hafi tekist að fjölga viðskiptavinum Stöðvar 2 um 14 prósent á árinu 2020 auk þess sem samkomulag hafi tekist í öllum meginatriðum varðandi sölu á óvirkum innviðum farsímakerfisins. Stefnt sé að því að undirritun samninga takist vel fyrir birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2020 sem samþykktur var á stjórnarfundi félagsins í dag. Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2020 námu 5.413 milljónum króna sem er aukning um 478 milljónir króna frá sama tímabili árið 2019, samkvæmt tilkynningu. Þá jukust tekjur Sýnar um 4,9 prósent árið 2020 miðað við árið áður, líkt og áður segir. Heimsfaraldur kórónuveiru hafi þó haft talsvert áhrif á bæði reikitekjur og auglýsingatekjur félagsins. EBITDA ársins 2020 nam 5.739 m.kr. og hækkaði um 230 m.kr. miðað við árið 2019. EBITDA hlutfallið er 27,6% á árinu 2020 samanborið við 27,8% á árinu 2019. Tap á fjórða ársfjórðungi 2020 nam þremur milljónum króna samanborið við 2.132 milljón króna tap á sama tímabili 2019. Tap ársins 2020 nam 405 milljónum króna samanborið við 1.748 milljón króna tap árið 2019. „Virðisrýrnun að fjárhæð 2.452 m.kr. var færð í 4F 2019. Söluhagnaður að fjárhæð 872 m.kr. vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Hey er innifalinn í hreinum vaxtagjöldum árið 2019,“ segir í tilkynningu Sýnar. Undir Sýn heyra fjarskipti Vodafone og fjölmiðlar undir merkjum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/vilhelm Handbært fé frá rekstri á árinu 2020 nam 5.912 milljónum samanborið við 5.377 milljónir árið 2019, sem er aukning um 10%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,8% í lok ársins 2020. Sýn segir í tilkynningu að áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heimsfaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á reksturinn, sér í lagi reikitekjur og kostnað í erlendri mynt. Væntingar séu um að dragi úr neikvæðum áhrifum þegar líður á árið. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar í tilkynningu að árangur af nýrri stefnu félagsins hefði skilað hagnaði árið 2020, ef leiðrétt er fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þá hafi tekist að fjölga viðskiptavinum Stöðvar 2 um 14 prósent á árinu 2020 auk þess sem samkomulag hafi tekist í öllum meginatriðum varðandi sölu á óvirkum innviðum farsímakerfisins. Stefnt sé að því að undirritun samninga takist vel fyrir birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira