Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 06:25 Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar að störfum í Svartsengi í gær. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á svæðinu. Vísir/vilhelm Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira