Þingheimur skelkaður en Ari Trausti telur líklegt að gjósi Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 10:33 Ari Trausti á Alþingi. Helsti jarðvísindamaður þingheims og hann hefur frætt kollega sína um að líkur séu á eldgosi, þeim til nokkurrar hrellingar. vísir/vilhelm Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, helsti jarðvísindamaður þingsins, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu fyrirboði eldgoss. Vísir ræddi við þingmenn í gær sem tjáðu blaðamanni býsna skelkaðir að Ari Trausti færi ekki leynt með þá skoðun sína, á göngum Alþingis og í matsalnum, að líklegt sé að jarðhræringarnar á Reykjanesi væru fyrirboði eldgoss. Ari Trausti útlistaði þetta nánar á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin. Margt mætti skrifa um óróann á Reykjanesskaga en þrennt skal nefnt hér: Skjálftahrinan er f. og fr. á SV-NA-lægu...Posted by Ari Trausti on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021 Ari Trausti rekur þróun jarðhræringa á svæðinu og bendir meðal annars á það sem fram hefur komið að höfuðborgarbúar geti verið að horfa fram á skjálfta í Brennisteins- og Bláfjallakerfinu upp á 6,5 stig. Virkni á svæðinu hljóti að teljast merki um kvikuinnskot, segir Ari Trausti meðal annars. Töluvert sé nú um skjálfta á dýptarbili frá um 10 kílómetrum niður í 20 til 30 og þar sé komið niður úr brotgjörnu skorpunni og hræringar ummerki spennulosunar við tilfærslu eða uppkomu kviku. „Að öllu samanlögu er þróunin tilefni hættustigs í óákveðin tíma. Hún getur stöðvast en einnig talist fyrirboði enn fleiri hræringa sem leiða til uppkomu jarðelda (t.d. goshrinu, sbr. Kröfluelda, sem stendur lengi en með hléum líkt og á síðustu umbrotatímum á skaganum) innan vikna, mánuða eða ára. Samt þarf það ekki að vera með þeim hætti. Orðin eru ekki spá; aðeins endurtekning á því sem vitað er um jarðvirkni á skaganum,“ segir Ari Trausti. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Vísir ræddi við þingmenn í gær sem tjáðu blaðamanni býsna skelkaðir að Ari Trausti færi ekki leynt með þá skoðun sína, á göngum Alþingis og í matsalnum, að líklegt sé að jarðhræringarnar á Reykjanesi væru fyrirboði eldgoss. Ari Trausti útlistaði þetta nánar á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin. Margt mætti skrifa um óróann á Reykjanesskaga en þrennt skal nefnt hér: Skjálftahrinan er f. og fr. á SV-NA-lægu...Posted by Ari Trausti on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021 Ari Trausti rekur þróun jarðhræringa á svæðinu og bendir meðal annars á það sem fram hefur komið að höfuðborgarbúar geti verið að horfa fram á skjálfta í Brennisteins- og Bláfjallakerfinu upp á 6,5 stig. Virkni á svæðinu hljóti að teljast merki um kvikuinnskot, segir Ari Trausti meðal annars. Töluvert sé nú um skjálfta á dýptarbili frá um 10 kílómetrum niður í 20 til 30 og þar sé komið niður úr brotgjörnu skorpunni og hræringar ummerki spennulosunar við tilfærslu eða uppkomu kviku. „Að öllu samanlögu er þróunin tilefni hættustigs í óákveðin tíma. Hún getur stöðvast en einnig talist fyrirboði enn fleiri hræringa sem leiða til uppkomu jarðelda (t.d. goshrinu, sbr. Kröfluelda, sem stendur lengi en með hléum líkt og á síðustu umbrotatímum á skaganum) innan vikna, mánuða eða ára. Samt þarf það ekki að vera með þeim hætti. Orðin eru ekki spá; aðeins endurtekning á því sem vitað er um jarðvirkni á skaganum,“ segir Ari Trausti.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07