„Mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:00 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ. Vísir/Baldur Íþróttahreyfingin fagnaði þegar 200 áhorfendur voru leyfðir á kappleikjum hér á landi en þar með er ekki öll sagan sögð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fór yfir stöðuna í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. „Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
„Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira