„Mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:00 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ. Vísir/Baldur Íþróttahreyfingin fagnaði þegar 200 áhorfendur voru leyfðir á kappleikjum hér á landi en þar með er ekki öll sagan sögð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fór yfir stöðuna í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. „Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira
„Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira