Talsmaður ríkisstjórans í Zamfararíki greindi frá nýju árásinni í morgun en er ekki vitað nákvæmlega hve mörgum stúlkum var rænt. Fjölmiðlar erlendis segja talið að um minnst 300 stúlkur sé að ræða.
Mennirnir réðust á skóla stúlknanna í Jagebe og höfðu þær með sér á brott. Kennari við skólann segir að mennirnir hafi komið á pallbílum og mótorhjólum.
Í síðustu viku var 42 rænt í heimavistarskóla í norðurhluta landsins. 27 þeirra voru skóladrengir og eru allir enn í haldi.
Sjá einnig: Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu
Í Katsinaríki var 344 skóladrengjum rænt af vopnuðum mönnum í desember. Þeim var sleppt eftir sex daga og hafa fregnir borist af því að ríkisstjórn Nígeríu hafi greitt lausnargjald.
Í norðvesturhluta Nígeríu hefur nokkuð verið um að vopnuð glæpagengi ræni skólabörnum og haldi þeim í gíslingu og krefjist síðan lausnargjalds. Ríkisstjórn landsins hefur greitt lausnargjald í tengslum við sambærilegar árásir, samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar, og er það talið hafa spilað inn í fjölgun árása.
Opinberlega neita yfirvöld þó fyrir það að hafa greitt lausnargjald.