Húsakynni fréttastofu á Suðurlandsbrautinni nötruðu hressilega þegar skjálftinn reið yfir. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar er skjálftinn á sama svæði og skjálftarnir sem riðu yfir fyrr í kvöld, suðvestur af Keili.
Seinnipartinn og í kvöld hafa allnokkrir skjálftar yfir stærðinni 3,0 mælst á svæðinu og þrír yfir 4,0 að stærð.
Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 20.08 og mældist sá 4,6 að stærð við Keili. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.
Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á suðvesturhorninu frá því að hrinan hófst.