Solskjær hefur áhyggjur: Klopp náði að hafa áhrif á dómarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi fá víti á móti Chelsea í gær. Hann hefur áhyggjur af því að dómarar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa United liðinu vítaspynu. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var mjög ósáttur með að fá ekki víti í markalausa jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira
Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira