Sjö sitja nú í gæsluvarðhaldi en tólf hafa réttarstöðu grunaðra. Gæsluvarðhald yfir Íslendingi á fimmtugsaldri rennur út á morgun.
Margeir segir að ekki liggi fyrir ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.
Engin ný tíðindi eru af rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Margeir Sveinsson í tilkynningu frá lögreglu. Yfirheyrslur og úrvinnsla gagna haldi áfram en sé mjög tímafrekt.
Sjö sitja nú í gæsluvarðhaldi en tólf hafa réttarstöðu grunaðra. Gæsluvarðhald yfir Íslendingi á fimmtugsaldri rennur út á morgun.
Margeir segir að ekki liggi fyrir ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.