Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 22:56 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum um kynferðislegt áreiti. AP Photo/Seth Wenig Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína. Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína.
Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira