Milliliður okkar allra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 11:32 Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar