Valdefling raddarinnar Birna Varðardóttir skrifar 6. mars 2021 08:00 Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun