Skoða nýjar staðsetningar þar sem eldgos gæti komið upp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 20:05 Kort sem unnið var af eldfjallafræði- pg náttúruvárhópi Háskóla Íslands sýnir líklegar leiðir hrauns ef til goss kæmi. Háskóli Íslands Gangi spár Veðurstofunnar eftir yrði um hættulítið eldgos að ræða sökum fjarlægðar frá þéttbýli en gasmengun gæti haft sitt að segja þar sem mengun fari upp fyrir heilsuverndarmörk í klukkustund. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira