Solskjær segir að Man Utd verði að sýna ábyrgð og raunsæi í peningamálunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 14:00 Ole Gunnar Solskjær var léttur og kátur á æfingu með Manchester United í vikunni. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að búast við einhverju eyðslufylleri í nýja leikmenn í sumar. Manchester City er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum. Nágrannarnir í City væru þá búnir að vinna fjóra titla síðan að United varð síðast meistari vorið 2013. Manchester United er líklegt til að taka annað sætið en er engu að síður langt á eftir City. Það búast því margir við því að United kaupi stjörnuleikmenn í sumar til að reyna að brúa bilið. Solskjær varar hins vegar stuðningsmenn félagsins við slíkum væntingum. ESPN segir frá. Ole Gunnar Solskjaer admits the club is unlikely to spend big in the upcoming summer transfer window. pic.twitter.com/FLrKFSTEYc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2021 „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á alla í fótboltanum. Það eru allir að missa af innkomu og þetta gæti haft áhrif á okkur líka,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við verðum að vera raunsæ og sýna ábyrgð í því hvernig við högum okkur, bæði inn á vellinum sem og á markaðnum. Það er verið að laga til á æfingasvæðinu og á leikvanginum og við verðum að horfa á alla heildarmyndina,“ sagði Solskjær. Solskjaer was asked if he's been impressed by Man United this season. pic.twitter.com/deGVHvPYKk— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2021 „Hvar getum við eytt peningnum? Og hvað er mikið til? Þetta er bara raunveruleikinn í dag. Hann hefur breyst,“ sagði Solskjær. „Ég held að það verði bara minna og minna um leikmannakaup í fótboltaheiminum vegna allra þessara breytinga,“ sagði Solskjær. Hann býst jafnvel við því að treysta enn meira á unga leikmenn úr akademíunni á næsta tímabili. Erlendir fjölmiðlar telja sig samt hafa heimildir fyrir því að Solskjær fái pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Ársskýrsla félagsins verður opinberuð á morgun og þá kemur betur í ljós hvaða áhrif faraldurinn hefur í raun haft á rekstur Manchester United. „Við erum alltaf að leita leiða til að gera hópinn okkar betri, auðvitað. Við erum alltaf að leita að betri leikmönnum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira
Manchester City er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum. Nágrannarnir í City væru þá búnir að vinna fjóra titla síðan að United varð síðast meistari vorið 2013. Manchester United er líklegt til að taka annað sætið en er engu að síður langt á eftir City. Það búast því margir við því að United kaupi stjörnuleikmenn í sumar til að reyna að brúa bilið. Solskjær varar hins vegar stuðningsmenn félagsins við slíkum væntingum. ESPN segir frá. Ole Gunnar Solskjaer admits the club is unlikely to spend big in the upcoming summer transfer window. pic.twitter.com/FLrKFSTEYc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2021 „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á alla í fótboltanum. Það eru allir að missa af innkomu og þetta gæti haft áhrif á okkur líka,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við verðum að vera raunsæ og sýna ábyrgð í því hvernig við högum okkur, bæði inn á vellinum sem og á markaðnum. Það er verið að laga til á æfingasvæðinu og á leikvanginum og við verðum að horfa á alla heildarmyndina,“ sagði Solskjær. Solskjaer was asked if he's been impressed by Man United this season. pic.twitter.com/deGVHvPYKk— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2021 „Hvar getum við eytt peningnum? Og hvað er mikið til? Þetta er bara raunveruleikinn í dag. Hann hefur breyst,“ sagði Solskjær. „Ég held að það verði bara minna og minna um leikmannakaup í fótboltaheiminum vegna allra þessara breytinga,“ sagði Solskjær. Hann býst jafnvel við því að treysta enn meira á unga leikmenn úr akademíunni á næsta tímabili. Erlendir fjölmiðlar telja sig samt hafa heimildir fyrir því að Solskjær fái pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Ársskýrsla félagsins verður opinberuð á morgun og þá kemur betur í ljós hvaða áhrif faraldurinn hefur í raun haft á rekstur Manchester United. „Við erum alltaf að leita leiða til að gera hópinn okkar betri, auðvitað. Við erum alltaf að leita að betri leikmönnum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira