Sjálfstæðir Íslendingar í Píradís Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2021 08:01 Við Íslendingar vorum lengi undir stjórn Dana, Dönum til ánægju en ekki Íslendingum. Það liðu 99 ár frá fyrsta skrefi Íslands til sjálfstjórnar árið 1845 þar til að við lýstum endanlega yfir sjálfstæði árið 1944. Það var þó ekki gert í samráði við Dani, en á þessum tíma var Danmörk hernumin og gat lítið gert þrátt fyrir eindregna afstöðu Danakonungs gegn lýðveldisstofnuninni á þessum tíma. En lýðveldisstofnunin árið 1944 kom þó ekki úr heiðskíru lofti. Samkvæmt Sambandslagasamningnum frá 1918 átti Ísland samningsbundinn rétt til að segja upp sambandi sínu við Danmörku að tuttugu og fimm árum liðnum. Þegar það kom að því efna samninginn lagðist það svo eitthvað illa í Danakonung, en við Íslendingar sýndum kjark og gengum einhliða í verkið. Ég man svo ekki til þess að hafa heyrt Íslending bölva þeirri ákvörðun og óska þess að við værum enn undir hælnum á Dönum. Sjálfstæði frá sérhagsmunum Þó að við séum laus við Dani þá erum við enn undir hælnum á sérhagsmunum. En höfum við , Íslendingar tuttugustu og fyrstu aldarinnar, í okkur þann kjark sem þarf til þess að binda enda á það eitraða samband sem er á milli íslenskra stjórnmálamanna og sérhagsmuna? Við því segi ég já. Við eigum okkar eigin Sambandslagasamning : Nýju stjórnarskránna. Þrátt fyrir langt og mikið undirbúningsferli og afgerandi niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslu neitar hinn nýji Danakonungur að una við niðurstöðuna. Það var ekki hernám í þetta sinn heldur tæknileg formsatriði. Og ef það voru ekki formsatriði þá voru það að ekki nógu margir sem kusu í kosningunni til að hún væri marktæk að mati konungs, en konungi þykir gott að búa til nýjar reglur um kjörsókn eftir á. Allt til þess að verða ekki við skírum vilja þjóðarinnar. Við sem þjóð eigum að krefjast þess að okkar Sambandslagasamningur sé virtur. Við eigum að segja skilið við konunginn og varðhunda sérhagsmunanna. Við eigum ekki að líða það að fáeinum aðilum séu gefnar eigur almennings, hvort sem það eru verðmæti okkar í sjó, mikilvægir innviðir, ívilnanir til tengdra aðila, hærri sóknargjöld til útvaldra trúarfélaga eða annað af þeim toga. Við eigum að gera skýlausa kröfu um að eitt skuli yfir alla ganga og að ríkið verndi hagsmuni almennings eftir bestu getu. Ramminn Ef við eigum einhvern tímann að ná skilvirkum ríkisrekstri og að losna við sérhagsmuni úr stjórnkerfinu okkar er mikilvægt að ramminn sé traustur. Við þurfum að getað treyst því að valdhafar vinni að hagsmunum almennings og að ákvarðanir séu teknar út frá skírum stefnum og byggi á bestu upplýsingum en ekki hentisemi. Til þess þarf gagnsæi í ríkisrekstrinum og regluverkinu. Við eigum að fara fram á að ríkið vinna á sem skilvirkastan máta, nýti fjármuni okkar sem best og auki þannig velferð samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja að stjórnmálamenn sem starfa sífellt á gráu svæði njóti vafans. Við eigum að gera meiri kröfur en svo til okkar æðstu stjórnenda. Þor og hyggja til að takast á við raunveruleikann En það eru ekki bara sérhagsmunir sem við þurfum að hafa þor til að taka á. Við þurfum einnig að hafa þor til þess að endurmeta gamlar aðferðir og rænu á því að takast á við breyttan raunveruleika. Einn slíkur raunveruleiki er tilvera ólöglegra vímuefna. Sama hvað okkur finnst um það þá er fíkniefnastríðið tapað og núverandi bannstefna skilar ekki því sem hún átti að skila. Því lengur sem við þrjóskumst við því meiri skatttekjum missum við af með því leifa marg milljarða svörtum markaði að þrífast innan samfélagsins okkar. Enn fremur þá leggjum við fjölda fólks í hættu af óþörfu, en það þarf varla að segja nokkrum að óþarfa dauðsföll eru samfélaginu óhemju dýrkeypt. Ég hef skrifað ítarlegar um málið hér en endurtek að ég er fylgjandi lögleiðingu ólöglegra vímuefna af efnahagslegum, skaðaminnkunar og persónufrelsis sjónarmiðum. Annar raunveruleiki þar sem við þurfum að gera betur er í meðhöndlun geðvanda. Mikil vitundarvakning er að verða í þessum málaflokki sem kemur okkur öllum til góða. Við eigum að líta á fjárútlát í þennan málaflokk ekki eingöngu sem fjárfestingu í bættri líðan almennings heldur sem tryggingu á þeim mannauði og vinnuafli sem við eigum og höfum fjárfest í nú þegar. Það er ekki bara þeim sem þjást af geðvanda og þeirra nánustu aðstandendum dýrt að missa viðkomandi mögulega af vinnumarkaði langtímum saman eða jafnvel missa alfarið. Við sem samfélag verðum jafnframt af miklum tekjum og mannauði í hvert sinn sem við bregðumst of seint eða illa við, og með mannslíf er svo sannanlega ekki hlaupið að því að tryggja eftir á. Við sem þjóð eigum ekki að bíða endalaust eftir að aðrar þjóðir geri hlutina fyrst. Við eigum að hugsa fyrir okkur sjálf. Ef núverandi aðferðir eru þrautreyndar og skila engu nema versnandi ástandi og við sjáum lausn sem lítur út fyrir að vera betri á öllum sviðum er ekki eftir neinu að bíða. Það er raunar ómannúðlegt að sitja aðgerðalaus í slíkum málum. Píradís Allt ofangreint eru málefni sem brenna á mér og eru jafnframt málflokkar sem Píratar hafa verið fremstir í flokki að berjast fyrir umbótum í. Ég sækist eftir að gegna þingmennsku fyrir hönd Pírata vegna þess að ég tel mig hafa það sem þarf til að ná fram þessum breytingum í samfélaginu okkar. Vegna þess að ég trúi því að við getum búið við betri lífskjör og traustara samfélag ef við leggjum okkur fram við að móta traust pólitísk umhverfi og fara fram á að ríkið sé rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Mínar ær og kýr eru að taka hratt inn nýjar upplýsingar, læra á regluverk og leikkerfi, greina hvað hefur mest vægi og þaðan að hámarka afköst eða herkænsku. Sú hæfni mun nýtast til góðs þegar kemur að því að fara setja sig hratt og örugglega inn í mál á þingi, straumlínulaga rekstur hjá ríkinu eða til þess að koma með krók á móti bragði þegar það á að fara gera vel við suma en ekki alla. Þá vil ég að lokum hvetja alla sem vilja skilvirkari ríkisrekstur, traustara Alþingi og aukið einstaklingsfrelsi til þess að kjósa Pírata í Alþingiskosningunum í haust og skapa þannig okkar eigin Píradís. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar vorum lengi undir stjórn Dana, Dönum til ánægju en ekki Íslendingum. Það liðu 99 ár frá fyrsta skrefi Íslands til sjálfstjórnar árið 1845 þar til að við lýstum endanlega yfir sjálfstæði árið 1944. Það var þó ekki gert í samráði við Dani, en á þessum tíma var Danmörk hernumin og gat lítið gert þrátt fyrir eindregna afstöðu Danakonungs gegn lýðveldisstofnuninni á þessum tíma. En lýðveldisstofnunin árið 1944 kom þó ekki úr heiðskíru lofti. Samkvæmt Sambandslagasamningnum frá 1918 átti Ísland samningsbundinn rétt til að segja upp sambandi sínu við Danmörku að tuttugu og fimm árum liðnum. Þegar það kom að því efna samninginn lagðist það svo eitthvað illa í Danakonung, en við Íslendingar sýndum kjark og gengum einhliða í verkið. Ég man svo ekki til þess að hafa heyrt Íslending bölva þeirri ákvörðun og óska þess að við værum enn undir hælnum á Dönum. Sjálfstæði frá sérhagsmunum Þó að við séum laus við Dani þá erum við enn undir hælnum á sérhagsmunum. En höfum við , Íslendingar tuttugustu og fyrstu aldarinnar, í okkur þann kjark sem þarf til þess að binda enda á það eitraða samband sem er á milli íslenskra stjórnmálamanna og sérhagsmuna? Við því segi ég já. Við eigum okkar eigin Sambandslagasamning : Nýju stjórnarskránna. Þrátt fyrir langt og mikið undirbúningsferli og afgerandi niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslu neitar hinn nýji Danakonungur að una við niðurstöðuna. Það var ekki hernám í þetta sinn heldur tæknileg formsatriði. Og ef það voru ekki formsatriði þá voru það að ekki nógu margir sem kusu í kosningunni til að hún væri marktæk að mati konungs, en konungi þykir gott að búa til nýjar reglur um kjörsókn eftir á. Allt til þess að verða ekki við skírum vilja þjóðarinnar. Við sem þjóð eigum að krefjast þess að okkar Sambandslagasamningur sé virtur. Við eigum að segja skilið við konunginn og varðhunda sérhagsmunanna. Við eigum ekki að líða það að fáeinum aðilum séu gefnar eigur almennings, hvort sem það eru verðmæti okkar í sjó, mikilvægir innviðir, ívilnanir til tengdra aðila, hærri sóknargjöld til útvaldra trúarfélaga eða annað af þeim toga. Við eigum að gera skýlausa kröfu um að eitt skuli yfir alla ganga og að ríkið verndi hagsmuni almennings eftir bestu getu. Ramminn Ef við eigum einhvern tímann að ná skilvirkum ríkisrekstri og að losna við sérhagsmuni úr stjórnkerfinu okkar er mikilvægt að ramminn sé traustur. Við þurfum að getað treyst því að valdhafar vinni að hagsmunum almennings og að ákvarðanir séu teknar út frá skírum stefnum og byggi á bestu upplýsingum en ekki hentisemi. Til þess þarf gagnsæi í ríkisrekstrinum og regluverkinu. Við eigum að fara fram á að ríkið vinna á sem skilvirkastan máta, nýti fjármuni okkar sem best og auki þannig velferð samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja að stjórnmálamenn sem starfa sífellt á gráu svæði njóti vafans. Við eigum að gera meiri kröfur en svo til okkar æðstu stjórnenda. Þor og hyggja til að takast á við raunveruleikann En það eru ekki bara sérhagsmunir sem við þurfum að hafa þor til að taka á. Við þurfum einnig að hafa þor til þess að endurmeta gamlar aðferðir og rænu á því að takast á við breyttan raunveruleika. Einn slíkur raunveruleiki er tilvera ólöglegra vímuefna. Sama hvað okkur finnst um það þá er fíkniefnastríðið tapað og núverandi bannstefna skilar ekki því sem hún átti að skila. Því lengur sem við þrjóskumst við því meiri skatttekjum missum við af með því leifa marg milljarða svörtum markaði að þrífast innan samfélagsins okkar. Enn fremur þá leggjum við fjölda fólks í hættu af óþörfu, en það þarf varla að segja nokkrum að óþarfa dauðsföll eru samfélaginu óhemju dýrkeypt. Ég hef skrifað ítarlegar um málið hér en endurtek að ég er fylgjandi lögleiðingu ólöglegra vímuefna af efnahagslegum, skaðaminnkunar og persónufrelsis sjónarmiðum. Annar raunveruleiki þar sem við þurfum að gera betur er í meðhöndlun geðvanda. Mikil vitundarvakning er að verða í þessum málaflokki sem kemur okkur öllum til góða. Við eigum að líta á fjárútlát í þennan málaflokk ekki eingöngu sem fjárfestingu í bættri líðan almennings heldur sem tryggingu á þeim mannauði og vinnuafli sem við eigum og höfum fjárfest í nú þegar. Það er ekki bara þeim sem þjást af geðvanda og þeirra nánustu aðstandendum dýrt að missa viðkomandi mögulega af vinnumarkaði langtímum saman eða jafnvel missa alfarið. Við sem samfélag verðum jafnframt af miklum tekjum og mannauði í hvert sinn sem við bregðumst of seint eða illa við, og með mannslíf er svo sannanlega ekki hlaupið að því að tryggja eftir á. Við sem þjóð eigum ekki að bíða endalaust eftir að aðrar þjóðir geri hlutina fyrst. Við eigum að hugsa fyrir okkur sjálf. Ef núverandi aðferðir eru þrautreyndar og skila engu nema versnandi ástandi og við sjáum lausn sem lítur út fyrir að vera betri á öllum sviðum er ekki eftir neinu að bíða. Það er raunar ómannúðlegt að sitja aðgerðalaus í slíkum málum. Píradís Allt ofangreint eru málefni sem brenna á mér og eru jafnframt málflokkar sem Píratar hafa verið fremstir í flokki að berjast fyrir umbótum í. Ég sækist eftir að gegna þingmennsku fyrir hönd Pírata vegna þess að ég tel mig hafa það sem þarf til að ná fram þessum breytingum í samfélaginu okkar. Vegna þess að ég trúi því að við getum búið við betri lífskjör og traustara samfélag ef við leggjum okkur fram við að móta traust pólitísk umhverfi og fara fram á að ríkið sé rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Mínar ær og kýr eru að taka hratt inn nýjar upplýsingar, læra á regluverk og leikkerfi, greina hvað hefur mest vægi og þaðan að hámarka afköst eða herkænsku. Sú hæfni mun nýtast til góðs þegar kemur að því að fara setja sig hratt og örugglega inn í mál á þingi, straumlínulaga rekstur hjá ríkinu eða til þess að koma með krók á móti bragði þegar það á að fara gera vel við suma en ekki alla. Þá vil ég að lokum hvetja alla sem vilja skilvirkari ríkisrekstur, traustara Alþingi og aukið einstaklingsfrelsi til þess að kjósa Pírata í Alþingiskosningunum í haust og skapa þannig okkar eigin Píradís. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun