Nýr 8,3 milljarða vísisjóður hyggst fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 10:24 F.v. Kjartan Ólafsson, Árni Blöndal, Sigurður Arnljótsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. Aðsend Brunnur Ventures hefur lokið fjármögnun á 8,3 milljarða króna vísisjóði (e. venture capital fund) sem ber nafnið Brunnur vaxtarsjóður II. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum og er fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum auk Landsbankans. Markmið sjóðsins er að fjárfesta að lágmarki í tólf sprotafyrirtækjum en vænta má að um tuttugu félög verði í eignasafninu. Stendur til að fjárfesta fyrir 150 til 350 milljónir króna í hverju félagi, að því er fram kemur í tilkynningu. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við ábyrgðaraðilann Brunn Ventures. Þetta er annar vísisjóður Brunns Ventures en fyrir sex árum ýtti sjóðurinn úr vör fjögurra milljarða króna sjóði sem nú er fullfjárfestur. Hann fjárfesti meðal annars í Oculis, DT Equipment, Grid, Laka Power, Nanitor, IMS og Avo Software. Mikil gróska í nýsköpun „Mikil þörf er á nýjum vísisjóði hér á landi en lítið hefur verið fjárfest í nýjum sprotum á árinu 2020. Við sjáum mörg tækifæri í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum. Það á meðal annars rætur að rekja til þess að hér á landi er mikið framboð af spennandi fjárfestingakostum enda mikil gróska í nýsköpun á síðustu árum,“ segir Sigurður Arnljótsson, framkvæmdastjóri Brunns Ventures, í tilkynningu. Fjárfestingastefna sjóðsins er sögð taka mið af eftirfarandi ráðandi þáttum: að fyrirtækið sem fjárfest er í sé gjaldeyrisskapandi, reksturinn sé vel skalanlegur, fyrirtækið búi yfir viðunandi samkeppnisforskoti í formi þekkingar, viðskiptaleyndarmáls eða einkaleyfis og að frumkvöðullinn og teymið sem standa að baki fyrirtækjum sem fjárfest er í séu taldir framúrskarandi á sínu sviði. Að lokum verði lögð áhersla á að fyrirtækið starfi í einhverjum eftirtalinna geira: hugbúnaður og veflausnir, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni eða matvælaframleiðsla. Bættu nýlega við tveimur fjárfestingastjórum Brunnur Ventures var stofnað af Árna Blöndal og Sigurði Arnljótssyni. Árni var meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá netauglýsingafyrirtækinu BePaid.com um aldamótin. Hann stýrði vísisjóðnum Uppsprettu í fimm ár og hefur starfað við fjárfestingar vaxtarfyrirtækja síðan. Sigurður tók meðal annars þátt í að stofna leikjafyrirtækið CCP og var forstjóri þess fyrstu árin. Sigurður hefur komið að uppbyggingu fjölda vaxtarfyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að samhliða því að koma á fót Brunni vaxtarsjóði II hafi Kjartan Örn Ólafsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir bæst í hóp fjárfestingastjóra hjá Brunni Ventures. Kjartan er reyndur frumkvöðull og englafjárfestir og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann í New York. Margrét starfaði síðustu sex ár hjá Carbon Recycling International þar sem hún var aðstoðarforstjóri. Nýsköpun Markaðir Tækni Tengdar fréttir Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38 Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49 Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Markmið sjóðsins er að fjárfesta að lágmarki í tólf sprotafyrirtækjum en vænta má að um tuttugu félög verði í eignasafninu. Stendur til að fjárfesta fyrir 150 til 350 milljónir króna í hverju félagi, að því er fram kemur í tilkynningu. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við ábyrgðaraðilann Brunn Ventures. Þetta er annar vísisjóður Brunns Ventures en fyrir sex árum ýtti sjóðurinn úr vör fjögurra milljarða króna sjóði sem nú er fullfjárfestur. Hann fjárfesti meðal annars í Oculis, DT Equipment, Grid, Laka Power, Nanitor, IMS og Avo Software. Mikil gróska í nýsköpun „Mikil þörf er á nýjum vísisjóði hér á landi en lítið hefur verið fjárfest í nýjum sprotum á árinu 2020. Við sjáum mörg tækifæri í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum. Það á meðal annars rætur að rekja til þess að hér á landi er mikið framboð af spennandi fjárfestingakostum enda mikil gróska í nýsköpun á síðustu árum,“ segir Sigurður Arnljótsson, framkvæmdastjóri Brunns Ventures, í tilkynningu. Fjárfestingastefna sjóðsins er sögð taka mið af eftirfarandi ráðandi þáttum: að fyrirtækið sem fjárfest er í sé gjaldeyrisskapandi, reksturinn sé vel skalanlegur, fyrirtækið búi yfir viðunandi samkeppnisforskoti í formi þekkingar, viðskiptaleyndarmáls eða einkaleyfis og að frumkvöðullinn og teymið sem standa að baki fyrirtækjum sem fjárfest er í séu taldir framúrskarandi á sínu sviði. Að lokum verði lögð áhersla á að fyrirtækið starfi í einhverjum eftirtalinna geira: hugbúnaður og veflausnir, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni eða matvælaframleiðsla. Bættu nýlega við tveimur fjárfestingastjórum Brunnur Ventures var stofnað af Árna Blöndal og Sigurði Arnljótssyni. Árni var meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá netauglýsingafyrirtækinu BePaid.com um aldamótin. Hann stýrði vísisjóðnum Uppsprettu í fimm ár og hefur starfað við fjárfestingar vaxtarfyrirtækja síðan. Sigurður tók meðal annars þátt í að stofna leikjafyrirtækið CCP og var forstjóri þess fyrstu árin. Sigurður hefur komið að uppbyggingu fjölda vaxtarfyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að samhliða því að koma á fót Brunni vaxtarsjóði II hafi Kjartan Örn Ólafsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir bæst í hóp fjárfestingastjóra hjá Brunni Ventures. Kjartan er reyndur frumkvöðull og englafjárfestir og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann í New York. Margrét starfaði síðustu sex ár hjá Carbon Recycling International þar sem hún var aðstoðarforstjóri.
Nýsköpun Markaðir Tækni Tengdar fréttir Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38 Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49 Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38
Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49
Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45