Áfram gert ráð fyrir að gos muni hefjast Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. mars 2021 11:50 Kristín Jónsdóttir náttúruvárfræðingur segir að niðurstaðna úr gervihnattamyndatöku sé nú beðið. Vísir/Vilhelm Áfram er mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum þó eitthvað hafi dregið úr óróapúlsi í nótt. Þó er enn gert ráð fyrir að eldgos muni hefjast, að sögn Kristínar Jónsdóttur náttúruvársérfræðings. Stór skjálfti reið yfir í morgun en hann er sá stærsti í rúma tvo sólarhringa. Um 2500 jarðskjálftar mældust í gær, og frá miðnætti eru þeir um 800 talsins. Í heildina hafa ríflega átján þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur um fimm leytið. Þá mældist skjálfti af stærðinni 4,5 um klukkan 8.54 í morgun við Fagradalsfjall en hann fannst vel á suðvesturhorni landsins. „Staðan núna er sú að það hefur kannski aðeins dregið úr ákafanum í þessari skjálftahrinu en hún er samt enn þá í gangi. Og hún er dálítið hviðótt þannig að það koma svona mjög öflugar hviður, stundum með stærri skjálftum og svo koma svona smá hlé inn á milli,“ segir Kristín. Í miðjum atburði akkúrat núna „Núna er búið að vera frekar rólegt síðustu tvo klukkutímana en þegar við horfum aftur í tímann þá sjáum við að það eru klukkutímar, jafnvel tveir til þrír klukkutímar, á milli sem eru frekar rólegir en svo tekur þetta sig alltaf upp aftur. Þannig að við erum bara inni í miðjum atburði akkúrat núna,“ bætir hún við. Kristín segir að viðbúið sé að fleiri öflugir skjálftar verði. „Þessum umbrotum fylgja greinilega sterkir skjálftar eða sæmilega sterkir skjálftar og við verðum bara að vera í þeim gírnum að þetta geti haldið eitthvað áfram,“ segir Kristín og bætir við að helstu breytingarnar í nótt hafi verið að virknin hafi fært sig til suðvesturs en sé áfram bundin við Fagradalsfjall. Þá sé enn búist við að eldgos muni hefjast. „Á meðan hrinan stendur enn yfir að þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika. Ég held að flestir jarðvísindamenn séu sammála þeirri túlkun að þessi jarðskjálftavirkni og óróahviða sem kemur í gær að hún sé líklega til marks um kvikuhreyfingar. Og kvikan er á ferð þarna á þessu svæði. Á meðan kvikan er á ferð þá er auðvitað hætt við því að hún komi ofar í jarðskorpuna og komi upp. Þannig að við erum með þá sviðsmynd enn þá á borðinu, já.“ Vonir stóðu til að niðurstöður úr gervihnattamyndatöku lægju fyrir um hádegisbil í dag. Það hefur hins vegar frestast og að sögn Kristínar verða niðurstöðurnar að líkindum klárar seint í kvöld eða á morgun. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Reykjanesbær Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Um 2500 jarðskjálftar mældust í gær, og frá miðnætti eru þeir um 800 talsins. Í heildina hafa ríflega átján þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur um fimm leytið. Þá mældist skjálfti af stærðinni 4,5 um klukkan 8.54 í morgun við Fagradalsfjall en hann fannst vel á suðvesturhorni landsins. „Staðan núna er sú að það hefur kannski aðeins dregið úr ákafanum í þessari skjálftahrinu en hún er samt enn þá í gangi. Og hún er dálítið hviðótt þannig að það koma svona mjög öflugar hviður, stundum með stærri skjálftum og svo koma svona smá hlé inn á milli,“ segir Kristín. Í miðjum atburði akkúrat núna „Núna er búið að vera frekar rólegt síðustu tvo klukkutímana en þegar við horfum aftur í tímann þá sjáum við að það eru klukkutímar, jafnvel tveir til þrír klukkutímar, á milli sem eru frekar rólegir en svo tekur þetta sig alltaf upp aftur. Þannig að við erum bara inni í miðjum atburði akkúrat núna,“ bætir hún við. Kristín segir að viðbúið sé að fleiri öflugir skjálftar verði. „Þessum umbrotum fylgja greinilega sterkir skjálftar eða sæmilega sterkir skjálftar og við verðum bara að vera í þeim gírnum að þetta geti haldið eitthvað áfram,“ segir Kristín og bætir við að helstu breytingarnar í nótt hafi verið að virknin hafi fært sig til suðvesturs en sé áfram bundin við Fagradalsfjall. Þá sé enn búist við að eldgos muni hefjast. „Á meðan hrinan stendur enn yfir að þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika. Ég held að flestir jarðvísindamenn séu sammála þeirri túlkun að þessi jarðskjálftavirkni og óróahviða sem kemur í gær að hún sé líklega til marks um kvikuhreyfingar. Og kvikan er á ferð þarna á þessu svæði. Á meðan kvikan er á ferð þá er auðvitað hætt við því að hún komi ofar í jarðskorpuna og komi upp. Þannig að við erum með þá sviðsmynd enn þá á borðinu, já.“ Vonir stóðu til að niðurstöður úr gervihnattamyndatöku lægju fyrir um hádegisbil í dag. Það hefur hins vegar frestast og að sögn Kristínar verða niðurstöðurnar að líkindum klárar seint í kvöld eða á morgun.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Reykjanesbær Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent