„Ég skil alveg af hverju þeir þorðu ekki að dæma þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 15:31 Spennan var mikil í toppslag Keflavíkur og Hauka og það komu upp mörg umdeild atvik sem Domino´s Körfuboltakvöld fór betur yfir. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira