Gefum fólki tækifæri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. mars 2021 11:00 Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun