Arnar Guðjónsson: Þetta var hálfgerð heppni Gunnar Gunnarsson skrifar 7. mars 2021 22:30 Arnar vildi meina að sínir menn hefðu einfaldlega verið heppnir í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
„Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti